Velkomin á ráðningavef Motus

  Viltu vera í góðu liði?

 • Motus er leiðandi aðili á Íslandi á sviði kröfustjórnunar, þar sem þjónusta okkar hefur í för með sér bætt viðskipti til hagsbóta fyrir kröfueigendur jafnt sem greiðendur. Við höfum skuldbundið okkur til að bæta fjárstreymi og arðsemi viðskiptavina okkar. Yfir 3.000 íslensk fyrirtæki og stofnanir nýta sér þjónustu Motus, þar á meðal mörg af stærstu fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum landsins. Hjá Motus starfa rúmlega 140 starfsmenn á 11 starfsstöðvum um land allt.

 • Motus er samstarfsaðili Intrum Justitia, sem er markaðsleiðandi fyrirtæki í Evrópu á sviði kröfustjórnunar. Intrum rekur eigin skrifstofur í 21 landi í Evrópu og er með víðfeðmt net samstarfsaðila í vel á annað hundrað löndum.

 • Motus býður fyrirtækjum og stofnunum upp á heildarlausnir á sviði innheimtumála sem m.a. samanstanda af frum- og milliinnheimtu, kröfuvakt, millilandainnheimtu, lögfræðiinnheimtu, vanskilaupplýsingum og VSK endugreiðslu.

 • Notkun upplýsingatækni er ríkur þáttur í starfsemi Motus og grundvöllur þeirrar hagræðingar sem fyrirtækið hefur innleitt í innheimtustarfsemi. Þannig býður Motus viðskiptavinum sínum aðgang að öflugum viðskiptavef sem gerir þeim kleift að fylgjast betur með framgangi innheimtunar.

 • EKKI GERA EKKI NEITT er grundvöllur fyrirtækjamenningar Motus en innri gildi starfsmanna eru hjálpsemi, jákvæðni, frumkvæði, vinnusemi og umburðarlyndi.

 • © Motus
 • Sími: 440 7000
 • Þjónustuver greiðenda: 440 7700
 • Fyrirtækjaþjónusta: 440 7777
 • Afgreiðslutími 9-16
 • Lögheimtan - samstarfsaðili Motus í lögfræðiinnheimtu