Það er mismunandi á milli kröfuhafa og hvar krafa er í innheimtuferlinu hvort og hvernig er hægt að semja.
Ef málið er í milliinnheimtu er hægt að semja munnlega um að skipta greiðslunni í tvennt. Ef þú vilt skipta greiðslunni í fleiri hluta þarf samkomulagið að vera skriflegt. Samkomulag er að hámarki til 6 mánaða. Lengri samkomulög þarf að bera undir kröfuhafa.
Ef krafan er á fyrri stigum löginnheimtu þ.e. á innheimtubréfs- eða á stefnustigi þá er hægt semja um að skipta greiðslum með því gera skriflega réttarsátt. Ef ekki er staðið við greiðslur er sáttin er lögð fram hjá Héraðsdómstólum og í framhaldi óska eftir því við sýslumann að gert sé fjárnám hjá viðkomandi greiðanda sé ekki staðið við greiðslur skv. réttarsáttinni.
ATH ef búið er að árita stefnu í málinu eða kveða upp dóm, þarf að semja munnlega við greiðendaþjónustu Lögheimtunnar
Það er nauðsynlegt að greiða ógreidda gjalddaga samkomulagsins og koma því þannig í skil. Hafðu samband við greiðendaþjónustuna eftir að samkomulagið er komið í skil og þá er hægt að endurnýja það.
Nei, krafan er inn á skrá hjá CreditInfo þar til hún er að fullu greidd en þá er hún afskráð daginn eftir greiðslu.
Í þessum tilfellum er nauðsynlegt að hafa samband við greiðendaþjónustu til að kanna möguleika á samkomulagi.
Já. Þú getur gert munnlegt samkomulag um greiðslu málsins. Hins vegar frestum við ekki fjárnáminu hjá sýslumanni. Meginreglan er þó sú að við bíðum með að senda út nauðungarsölubeiðni meðan að samkomulagið er í skilum.
Nei, greiðandi getur aldrei nýtt sér virðisaukaskatt þar sem við erum að vinna fyrir kröfueigandann.
Nei, það er ekki gefinn afsláttur. Eigandi kröfunnar hefur falið okkur að fá kröfuna greidda og við höfum ekki umboð til að lækka hana eða fella niður vexti eða kostnað. Ef þú vilt óska eftir slíku þarftu að senda okkur skriflegt rökstutt erindi, þar sem m.a. þarf að koma fram af hverju eigandi kröfunnar ætti að lækka kröfuna, s.s. veikindi eða verulegir fjárhagsörðugleikar. Ef krafan er komin í lögfræðiinnheimtu eða kröfuvakt þarf ásamt framangreindu að senda afrit af síðustu skattskýrslu með erindinu.
Ef þú greiðir kröfuna ekki að fullu fer greiðslan fyrst upp í kostnað, því næst dráttarvexti og síðast til greiðslu höfuðstólsins. Í slíkum tilfellum sendum við þér ítrekun vegna eftirstöðva höfuðstóls kröfunnar sem á þá eftir að greiða.
Ef greiðsla berst til kröfuhafans eftir að mál er komið í innheimtu til okkar án þess að gert hafi verið ráð fyrir innheimtukostnaði og dráttarvöxtum ráðstafast greiðslan fyrst upp í kostnað og vexti og síðast upp í höfuðstól. Í slíkum tilfellum sendum við þér ítrekun vegna eftirstöðva höfuðstóls sem á þá eftir að greiða.
Það er mismunandi eftir kröfuhöfum en þú getur séð hvaða reikningar eru á bak við kröfuna með því að fara inn á hana á greiðendavefnum.
Gjaldþrot einstaklings kemur ekki í veg fyrir áframhaldandi innheimtu krafna í vanskilum. Ef ekkert fæst upp í kröfuna við gjaldþrotaskiptin lifir skuldin áfram allt þar til hún fyrnist. Sjá nánar lög um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. (Tvö ár frá skiptalokum sbr. 165.gr.)
Setja númer máls í tilvísunarnúmer.
Setja tilvísunarnúmer í skýringu og senda kvittun með tölvupósti á motus@motus.is með kt. þess sem verið að greiða fyrir.
Já, ef þú ert með rökstudd mótmæli við kröfunni en annars þarft ekki að mæta. Til að komast hjá því að krafan verði þingfest þarft þú að hafa samband við okkur til að ganga frá dómsátt í síðasta lagi daginn fyrir þingfestingardag.
Málið er skráð á Vanskilaskrá CreditInfo og aðfararbeiðni er send til sýslumanns eftir að stefnan kemur árituð frá Héraðsdómi.
Já ef það er ágreiningur eða mótmæli. Sýslumaður sér um að boða greiðendur í fjárnám. Ef greiðandi á eignir er gert fjárnám í þeim ef engar eignir eru til staðar þá lýkur gerðinni með árangurslausu fjárnámi. Á heimasíðu sýslumanns eru nánari upplýsingar.
Uppsetning greiðslusamkomulags er verðalögð í samræmi við reglugerð um hámarskfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl.
Framhaldsuppboð fer fram á eigninni sem selja á og er ekki hægt að fresta því. Aðgerðin er auglýst í dagblöðum. Kröfulýsing í söluandvirði er lögð fram og er eignin seld hæstbjóðanda.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu sýslumanns.
Fyrsta fyrirtaka fer fram á skrifstofu sýslumanns og henni er ekki hægt að fresta. Fyrsta fyrirtaka er auglýst í Lögbirtingarblaðinu og skal auglýsing birt a.m.k. fjórum vikum áður en beiðni er tekin fyrir. Í fyrstu fyrirtöku er málið í rauninni skráð í nauðungarsöluferlið hjá sýslumanni.
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu sýslumanns.
Á þessari síðu eru notaðar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta upplifun notenda og halda utan um og mæla frammistöðu vefsins og umferð um hann, svo sem tölfræðilegar upplýsingar um fjölda notenda og hegðun þeirra á honum.
Flestir vafrar heimila notkun á vefkökum sjálfkrafa, en notendur geta sjálfir afvirkjað þann möguleika.